Nordplus Nordiske Sprog
Meginmarkmið Norrænu tungumálaáætlunar Nordplus á árunum 2012-2016 eru:
- Að styðja verkefni sem auka skilning og þekkingu á norrænum tungumálum (einkum dönsku, norsku og sænsku). Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna og ungmenna.
- Að styrkja þróun námsefnis, kennsluaðferða og áætlana sem miða að þekkingu á norrænum tungumálum á öllum menntastigum.
Markmið og áherslur 2012-16:
- Styrkir samvinnu leik-, grunn- og framhaldsskóla með skólaheimsóknum, verkefnum og samstarfsnetum.
- Stuðlar að gæðum, nýsköpun og hugviti í menntun.
- Hvetur til náms fyrir alla, án aðgreiningar.
- Hvetur til aukinnar þekkingar á tungumálum og menningu Norðurlanda og Eystrasaltslanda. Styrkir skólaheimsóknir sem miða að því að efla norræn tungumál.
- Styrkir samvinnu á milli atvinnulífs og leik-, grunn- og framhaldsskóla.